Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna af íslenskum bönkum nýttu kerfisvillu til að margfalda upphæðir við millifærslur. Í kvöldfréttum Sýnar verður greint frá nýjum upplýsingum í málinu og farið yfir hvernig verknaðurinn átti sér stað. Innlent
Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Stjarnan tók á móti nýliðum Ármanns í kvöld og fóru Stjörnukonur með nokkuð þægilegan sigur af hólmi en lokatölur leiksins urðu 103-81. Körfubolti
Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Forseti Íslands heiðraði 26 skáta með forsetamerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á sunnudag. Þetta er fjölmennasti hópurinn sem hlýtur merkið frá árinu 2016. Lífið
Ísland í dag - Fundu ástina og skipulögðu brúðkaup á þremur mánuðum Maríanna Pálsdóttir, eigandi heilsusetursins UMI úti á Seltjarnarnesi, gekk í það heilaga í lok ágúst. Sá heppni heitir Guðmundur Ingi Hjartarson, yfirleitt kallaður Dommi, en þau Maríanna felldu hugi saman fyrir tæpum fjórum árum síðan. Maríanna og Dommi eru ekkert að stressa sig á lífinu og skipulögðu brúðkaupið á þremur mánuðum. Play féll daginn sem brúðkaupsferðin átti að hefjast þannig að hún breyttist í eina, stóra óvissuferð. Ísland í dag tók Maríönnu tali og fékk ástarsöguna beint í æð. Ísland í dag
Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Í hvað á orkan að fara? er yfirskrift haustfundar Landsvirkjunar sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 13:30 og 15 í dag. Viðskipti innlent
Lækka verulega verðmat sitt á Alvotech og búast við töfum á öðrum hliðstæðum Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað. Innherji
Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sænska fyrirtækið NP Innovation, sem er í meirihlutaeigu Alfa Framtak og IS Haf fjárfestingarsjóðs, keypti Aqua.is fyrir ári síðan og nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins á Íslandi undir heitinu NP Innovation. Þrátt fyrir nýtt nafn er markmiðið það sama og áður, að stuðla að sjálfbærum vexti og tæknilegum framförum í fiskeldi, bæði á Íslandi og erlendis. Samstarf