Myndbreyting
Útlit

Myndbreyting er líffræðilegt ferli sem dýr ganga í gegnum þegar þau fæðast og þroskast. Myndbreyting á við um snögga áberandi breytingu í líkamsgerð dýrsins með frumuvexti og frumuaðgreiningu. Myndbreyting einkennir þroska sumra skordýra, fiska, froskdýra, skeldýra, holdýra, skrápdýra og möttuldýra. Myndbreytingunni fylgir gjarnan breytt fæðuval eða atferli. Hægt er að skipta dýrum í dýr sem ganga í gegnum fullkomna myndbreytingu og dýr sem ganga í gegnum ófullkomna myndbreytingu.[1]
Dýr sem hafa lirfustig gangast oftast í gegnum myndbreytingu þar sem þau missa lirfueinkenni sín.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jón Már Halldórsson (26.9.2006). „Hver eru einkenni skordýra?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Hadfield, Michael G. (1. desember 2000). „Why and how marine-invertebrate larvae metamorphose so fast“. Seminars in Cell & Developmental Biology (enska). 11 (6): 437–443. doi:10.1006/scdb.2000.0197. ISSN 1084-9521. PMID 11145872. Sótt 7. mars 2022.